Yfirlýsing um norræna málstefnu

Ný yfirlýsing um norræna málstefnu (Deklaration om nordisk språkpolitik) var undirrituð 2. maí í Stokkhólmi en fyrri yfirlýsingin um norræna málstefnu var samþykkt 2006. Í endurskoðuninni er tekið á áskorunum samtímans svo sem stafvæðingu og hnattvæðingu og leitast við að efla tungumálasamstöðu. Í yfirlýsingunni segir m.a.:

Norræn málstefna kemur til viðbótar við málstefnur einstakra landa og miðar að því að allir Norðurlandabúar:

  1. Geti talað, skilið, lesið og skrifað á því eða þeim tungumálum sem eru undirstöðutungumál þar sem þeir búa, þannig að þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu.
  2. Geti haft samskipti á að minnsta kosti einu skandinavísku tungumáli og hafi næga færni í öðrum skandinavískum tungumálum til að taka þátt í norrænu málsamfélagi.
  3. Hafi tækifæri til að varðveita og þróa móðurmál sitt, tungumál frumbyggja, táknmál og svæðisbundin minnihlutamál.
  4. Hafi aðgang að upplýsingum um tungumálaréttindi og stöðu tungumála á Norðurlöndum.

Norrænu málstefnuna má lesa hér.

Fleiri færslur