Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 15. nóvember 2018, og bar yfirskriftina Íslenska á ferðaöld, voru veittar viðurkenningar til Ingibjargar Hafstað fyrir frumkvöðlastarf í kennslu íslensku sem annars máls, til Anh Dao Tran fyrir frumkvæði í gerð orðabókar milli víetnömsku og íslensku og til Stanislaw Bartoszek fyrir frumkvæði að orðabókargerð milli pólsku og íslensku.