Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2019

 

Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.

Á málræktarþingi sem haldið var 26. september 2019 og bar yfirskriftina Hjálpartæki íslenskunnar, fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningu:

Jón Gunnar Þorsteinsson hjá Vísindavef Háskóla Íslands fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni  á netinu á íslensku.

María Guðmundsdóttir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og Sveinn Aðalsteinsson hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar  fyrir kennsluvefinn Orðin okkar á íslensku sem ætlað er að auðvelda erlendu starfsfólki að tileinka sér þann orðaforða sem nauðsynlegastur er á hverju sviði.

Birna Arnbjörnsdóttir hjá verkefninu Icelandic online fyrir íslenskunámskeiðið Bjargir, sem ætlað er að auðvelda innflytjendum að ná sem fyrst nauðsynlegum tökum á málinu, til þátttöku í starfi og daglegu lífi.

Fleiri færslur