Samkvæmt 6. gr laga nr. 61 frá 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls getur Íslensk málnefnd átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi. Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar (Íslenska sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi) 14. nóvember 2013 í Þjóðmenningarhúsinu fengu þrír viðurkenningu:
Nichole Leigh Mosty, leikstjórastjóri leikskólanum Ösp, Reykjavík hlýtur viðurkenningu fyrir árangursríkt starf í þágu tvítyngdra barna á leikskólanum Ösp, Reykjvík og stuðning við foreldra þeirra.
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla, Reykjavík hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir árangursríkt starf í þágu tvítyngdra nemenda í Fellaskóla, Reykjavík.
Valgerður Garðarsdóttir, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir árangursríkt starf og stuðning við erlenda nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð.