Um Málræktarsjóð
Skipulagsskrá Málræktarsjóðs var formlega staðfest af dómsmálaráðuneytinu 7. mars 1991. Markmið sjóðsins er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til eflingar íslenskrar tungu og varðveislu hennar. Verkefni sjóðsins er m.a. að styrkja:- nýyrða- og íðorðastarf í landinu
- starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli
- útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun;útgáfu kennsluefnis í íslensku
- útgáfu orðabóka og íðorðasafna
- hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum sjóðsins verði náð.