Samstarf

Mjólkursamsalan

Íslensk málnefnd hefur átt langt og gott samstarf við Mjólkursamsöluna, m.a. hvað varðar fernuflug á mjólkurfernum og málræktarþing Íslenskrar málnefndar. Sjá upplýsingasíðu MS.

Málnefndir á Norðurlöndum

Íslensk málnefnd starfar náið með öðrum málnefndum á Norðurlöndum. Nordisk sprogkoordination heldur utan um samstarf málnefndanna. Nefndirnar hittast að minnsta kosti einu sinni á ári á norræna málnefndaþinginu (Nordisk språkmøte/Nordmålforum).

EFNIL

Íslensk málnefnd er félagi í samtökunum EFNIL, European Federation of National Institutions for Language (http://www.efnil.org/). 

Nordisk Sprogkoordination

Nordisk Sprogkoordination sér um átakið Nordisk Sprogkampagne sem styrkt er af Norræna ráðherraráðinu (Nordisk Ministerråd).