Um ÍM

Íslensk málnefnd

Um Íslenska málnefnd

 

Íslensk málnefnd var stofnuð 1964. Hún starfar nú samkvæmt 6. grein laga nr. 61/2011, um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.
Ráðherra skipar Íslenska málnefnd og er skipunartími nefndarinnar fjögur ár.
Í Íslenskri málnefnd eiga sæti 16 menn. Auk þess er nefndinni heimilt að bjóða mönnum, einum eða tveimur, setu í nefndinni ef hún telur það nefndarstarfinu til gagns. Hver eftirtalinna tilnefnir einn mann í málnefndina:

 

 • Ríkisútvarpið
 • Þjóðleikhúsið
 • Samtök móðurmálskennara
 • Rithöfundasamband Íslands
 • Blaðamannafélag Íslands
 • Íðorðafélagið fyrir hönd orðanefnda
 • Bandalag þýðenda og túlka
 • Staðlaráð Íslands
 • Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Hagþenkir
 • Samband íslenskra sveitarfélaga.
 • Samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefnir tvo menn í málnefndina.

Ráðherra skipar tvo nefndarmenn án tilnefningar og skal annar vera formaður og hinn varaformaður. Velferðarráðherra tilnefnir þar að auki einn fulltrúa úr röðum innflytjenda.

Íslensk málnefnd skiptir með sér verkum.

Hlutverk Íslenskrar málnefndar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu, auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin getur átt frumkvæði að ábendingum um það sem vel er gert og það sem betur má fara við meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi.

Íslensk málnefnd semur íslenskar ritreglur sem gilda m.a. um stafsetningarkennslu í skólum og ráðherra gefur út. Grundvallarbreytingar á ritreglum eru háðar samþykki ráðherra.

Skrifstofa Íslenskrar málnefndar er í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ráðherra setur reglugerð um nánari starfsemi Íslenskrar málnefndar.

 

Íslensk málnefnd er þannig skipuð, tímabilið 1. janúar 2024 til 31. desember 2027:

 

Ármann Jakobsson formaður, skipaður án tilnefningar
Eva María Jónsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar
Anna Sigríður Þráinsdóttir, tilnefnd af Ríkisútvarpinu
Arnhildur Arnaldsdóttir, tilnefnd af Staðlaráði Íslands
Guðrún C. Emilsdóttir, tilnefnd af Bandalagi þýðenda og túlka
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, tilnefndur af Hagþenki
Kristín Ólafsdóttir, tilnefnd af Blaðamannafélagi Íslands
Luciano Dutra, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðherra
Marta Guðjónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Matthías Tryggvi Haraldsson, tilnefndur af Þjóðleikhúsinu
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins
Ragnar Jónasson, tilnefndur afRithöfundasambandi Íslands
Sigrún Steingrímsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskukennara
Sveinn Yngvi Egilsson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins
Torfi Þórhallsson, tilnefndur af Íðorðafélaginu
Þórður Sævar Jónsson, tilnefndur af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða

 

Stjórn Íslenskrar málnefndar skipa:

Ármann Jakobsson formaður
Eva María Jónsdóttir varaformaður
Anna Sigríður Þráinsdóttir
Jóhannes Bjarni Sigtryggsson
Luciano Dutra

 

Kjörnir varamenn eru:
Guðrún Emilsdóttir
Þórður Sævar Jónsson
Marta Guðjónsdóttir

 

Ritari og samverkamaður Íslenskrar málnefndar er Ágústa Þorbergsdóttir, agusta.thorbergsdottir [hjá] arnastofnun.is, deildarstjóri á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Nýjustu færslur