Samstarf

Íslensk málnefnd

Samstarfssamningur Íslenskrar málnefndar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

 

Samstarfssamning Íslenskrar málnefndar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum má lesa hér.

 

Mjólkursamsalan

 

Íslensk málnefnd hefur átt langt og gott samstarf við Mjólkursamsöluna, m.a. hvað varðar fernuflug á mjólkurfernum og málræktarþing Íslenskrar málnefndar. Sjá upplýsingasíðu MS.

 

Málnefndir á Norðurlöndum

 

Íslensk málnefnd starfar náið með öðrum málnefndum á Norðurlöndum.  Liður í þeirri samvinnu var árlegt málþing sem haldið hefur verið til skiptis í einhverju aðildarlandanna frá 1954. Daginn áður var dagsfundur haldinn þar sem málnefndirnar ræddu ýmis mál, svo sem helstu áherslumál og samvinnuverkefni. Vegna fjárskorts Norðurlandaráðs var dregið úr fjárveitingum til málnefndasamstarfsins þannig að nú er málfundur annaðhvort ár og samstarfsfundur málnefndanna annaðhvort ár.

Danmörk: Dansk sprognævn, dsn.dk

Finnland: Institutet för de inhemska språken, sprakinstitutet.fi

Færeyjar: Málráðið, malrad.fo

Grænland: Oqaasileriffik, oqassileriffik.gl

Noregur: Språkrådet, sprakradet.no

Svíþjóð: Institutet för språk och folkminnen, isof.se (isof.se/om-oss/kontakt/sprakradet.html)

 

EFNIL

 

Íslensk málnefnd er félagi í samtökunum EFNIL, European Federation of National Institutions for Language (http://www.efnil.org/). EFNIL eru samtök evrópskra málnefnda og málræktarstofnana sem sinna málefnum þjóðtungna Evrópuríkja. Fullgildir meðlimir geta aðeins opinberar eða opinberlega viðurkenndar málræktarstofnanir orðið sem starfa í ríkjum Evrópusambandsins. Málræktarstofnunum og/eða málnefndum fyrir þjóðtungur í öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins er boðin aukaaðild. Danska, sænska og finnska málnefndin eru því fullgildir aðilar.

 

Nordisk Sprogkoordination

 

Nordisk Sprogkoordination sér um átakið Nordisk Sprogkampagne sem styrkt er af Norræna ráðherraráðinu (Nordisk Ministerråd).

Nýjustu færslur