Málræktarþing

Íslensk málnefnd hefur í mörg ár haldið málræktarþing í samstarfi við Mjólkursamsöluna. Málræktarþingin hafa yfirleitt verið haldin í tengslum við dag íslenskrar tungu 16. nóvember eða evrópska tungumáladaginn 26. september.

 

 

 

Málræktarþing 2022

Íslensk tunga og nýir miðlar

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands. 29. september 2022 kl. 15.00. 

DAGSKRÁ

– Setning og ávarp menningar- og viðskiptaráðherra
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2022 
– Guðrún Nordal: Allt á einum stað
– Kristján B. Jónasson: Arfurinn ókeypis í snjalltækið þitt – Stafræn endurgerð höfundarréttarvarðra texta
– Anna Sigríður Þráinsdóttir: Stælgæinn – Miðlæg málfarsráðgjöf fyrir fjölmiðla
– Jón Gunnar Þorsteinsson: Hvar er íslenskt alfræðiefni á netinu og hvernig ratar það til lesenda?
– Sigríður Wöhler: Ef við mættum ráða – Um rafrænt námsefni
– Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2022
– Kaffiveitingar

Tengill á upptöku

 

Málræktarþing 2021

Íslenskukennsla á 21. öld

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands. 30. september 2021 kl. 15.00. 

DAGSKRÁ

– Setning. Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021 
– Hanna Óladóttir: Málfræði er ekki bara málfræði. Um málfræðikennslu í skólakerfinu
– Hjalti Halldórsson: Íslenskan verður ekki kennd í tómarúmi: Um kennslu fornbókmennta í grunnskólum
– Jón Yngvi Jóhannsson: Af rykugum bókakompum og blönkum skólasöfnum. Vandi bókmenntakennara í upphafi 21. aldar
– Renata Emilsson Pesková: Tungumálasjálfsmyndir og skólareynsla fjöltyngdra nemenda
– Halldóra Sigtryggsdóttir: Markviss málörvun í leikskóla
– Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2021 
– Kaffiveitingar

 

Tengill á upptöku

Málræktarþing 2020

Viðhorf til íslensku

Safnahúsið, 26. september 2020 kl. 13.00.

DAGSKRÁ

– Setning og ávarp forseta Íslands 
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2020 
– Sigríður Sigurjónsdóttir:Viðhorf ungra Íslendinga til íslensku á tímum stafræns málsambýlis við ensku 
– Finnur Friðriksson:„Já, þá fær maður hærri einkunn í íslensku, ef maður talar rétt.“: Íslenskt mál í augum nemenda og kennara 
– Anna Vilborg Einarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir:Tungumál í ferðaþjónustu
– Kelsey Hopkins:Að ofreyna sig við að reyna að vanda sig: Athugun á almennri umræðu um málvöndun í Facebook-hópnum Málvöndunarþátturinn
– Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2020 
– Kaffiveitingar

 

Tengill á upptöku

 

Málræktarþing 2019

Hjálpartæki íslenskunnar

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands. 26. september 2019 kl. 15.00. 

DAGSKRÁ

– Lilja Alfreðsdóttir: Íslenska á byltingartíma
– Lars Trap-Jensen: Ordbøger og sprogresurser som public service – udfordringer, muligheder, perspektiver
– Steinunn StefánsdóttirÞýðandinn velur þjóðveginn fram yfir fjallabak – Um vægi viðmóts rafrænna orðabóka
– Guðrún Nordal:  Í þjónustu almennings: vefgáttin málið.is
– Steinþór Steingrímsson: Sláum þessu upp – sameiginleg orðabókagátt fyrir íslensku
– Laufey Leifsdóttir: Íslensk orðabók Forlagsins
– Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2019
– Viðurkenningar
– Kaffiveitingar í boði MS

 

Málræktarþing 2018

Íslenska á ferðaöld – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 15. nóvember 2018

DAGSKRÁ

– Setning
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2018
– Ávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
– Ólafur Stephensen: Er íslenzkan smámál eða metnaðarmál?
– Donata Honkowicz-Bukowska:„Takmörk tungumáls míns eru takmörk heims míns.“ Nemendur með annað annað móðurmál en íslensku í skólum landsins.
– Hafdís Ingvarsdóttir: Yfir og undir og allt um kring: Enska á Íslandi
– Gígja Svavarsdóttir: Að nema nýtt mál.
– Bragi Valdimar Skúlason: Íslenska á ferðaöld
– Viðurkenningar
– Kaffiveitingar

 

Málræktarþing 2017
Ritun í skólakerfinu – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS

Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns, miðvikudaginn 15. nóvember 2017

– Setning
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017
– Svanhildur Kr. Sverrisdóttir: Tólf ára, að verða þrettán – Baldur Sigurðsson: Hver dregur vagninn? Ábyrgð kennara á ritfærni nemenda
– Þórdís Edda Jóhannesdóttir: Hvort á að skrifa ókey eða ókei? Nokkur orð um hugðarefni nemenda í ritun á háskólastigi
– Höskuldur Þráinsson: Ritun og máltilfinning
– Eliza Reid: „Á ég þá að mæta í búðingi?“ Vandi þeirra sem flytja hingað og vilja tala og rita íslensku
– Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2017 – Kaffiveitingar

 

Málræktarþing 2016
Tungan og netið – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS

Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns, þriðjudaginn 15. nóvember 2016 – Setning og ávarp forseta Íslands
– Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2016
– Ari Páll Kristinsson: Málið punktur is! Fræðsla og leiðbeiningar um íslenskt mál á vef Árnastofnunar
– Aðalsteinn J. Magnússon og Ingólfur Kristjánsson: Nýir vegir – Stutt kynning á fjórum íslenskum vefsíðum
– Þórdís Gísladóttir: Bókablogg og niðurhal: hvernig netið auðgar íslenskuna
– Alec Shaw: Virkjun tungunnar: aðgengileg og sveigjanleg tæki
– Örn Hrafnkelsson: Netveitur Landsbókasafns: breytir stafrænn aðgangur einhverju?
– Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
– Kaffiveitingar

 

Ekkert málræktarþing var haldið 2015

 

Málræktarþing 2014

Mál og mannréttindi – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS og hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis í tilefni af degi íslenskrar tungu. 50 ára afmælismálþing Íslenskrar málnefndar

Iðnó, laugardaginn 15. nóvember 2014

– Ávarp: Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar
– Anna Sigríður Þráinsdóttir: Ályktun Íslenskar málnefndar 2014
– Upplestur: Svala Pálmarsdóttir, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni
– Brynhildur G. Flóvenz: Eru mannréttindi málið? Um rétt til tungumáls
– Hilmar Hildarson Magnúsarson: Hinsegin orðræða: Smurning eða sandur í tannhjóli gagnkynhneigða regluverksins?
– Bryndís Snæbjörnsdóttir: Tjáning og mannréttindi
– Tónlist: Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarsson
– Hlé (kaffiveitingar í boði Mjólkursamsölunnar)
– Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Hjördís Anna Haraldsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir og Valgerður Stefánsdóttir: Án táknmáls er ekkert líf
– Sigurður Pálsson: Einsleitni eða fjölbreytni
– Davor Purusic: Íslenska – lykill eða hindrun að íslensku samfélagi?

 

Málræktarþing 2013

Íslenska sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi
Málræktarþing Íslenskrar málnefndar
fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 15–16.15
í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu

– Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Setning
– Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp
– Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd: Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2013
– Nichole Leigh Mosty, skólastjóri leikskólans Aspar
– Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla
– Valgerður Garðarsdóttir, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð

Málræktarþing 2012

Íslenska á 21. öld – Þing Íslenskrar málnefndar um íslensku í tölvuheiminum
þriðjudaginn 13. nóvember 2012 kl. 15–16.15 í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu

– Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Setning
– Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp
– Eiríkur Rögnvaldsson: Íslensk tunga á stafrænni öld
– Guðrún Kvaran: Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
– Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins: Nýi íslenski talgervillinn
– Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson tölvunarfræðingur: Talgreinir fyrir íslensku
– Haraldur Bernharðsson: Ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012
– Veitingar

Málræktarþing 2011

Æska í ólestri – mál okkar allra
Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar laugardaginn 12. nóvember 2011, kl. 11.00–14.00, í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð (gengið inn frá Háteigsvegi)

– Setning
– Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir flytja íslensk sönglög
– Guðrún Kvaran: Ályktun Íslenskrar málnefndar 2011
– Anna Ingólfsdóttir: Læsi í leikskóla
– Sigríður Sigurjónsdóttir: Málþroski og málrækt
– Upplestur: Kolbeinn Sveinsson verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk
– Hlé
– Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir: Íslenska – til hvers?
– Þórarinn Eldjárn: Stafkrókur í orði á síðu í bók á borði
– Upplestur: Hólmfríður María Böðvarsdóttir verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk
– Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
– Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir flytja íslensk sönglög
– Þingi slitið.

Fundarstjóri: Brynhildur Þórarinsdóttir
Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar

Málræktarþing 2009

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar 14.11.2009
Málræktarþing – Íslenska í skólum
Háskóla Íslands, hátíðasal
14. nóvember, kl. 11.00-13.30

Málræktarþingið verður laugardaginn 14. nóvember kl. 11.00-13.30 í hátíðasal Háskóla Íslands. Aðalefni þingsins er „Íslenska í skólum“. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp og fulltrúar allra skólastiga halda erindi.

Dagskrá
–Guðrún Kvaran: Ávarp. Ályktun Íslenskrar málnefndar
– Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra: „Út í heim á íslenskum skóm“
– Upplestur. Verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni.
– Þrúður Hjelm: „Íslenskan og leikskólakennarinn“
– Sæmundur Helgason: „Hvernig gengur að efla vöxt og viðgang íslenskunnar?“
– Einar Sigurðsson, forstjóri MS
– HLÉ
Veitingar í boði MS
– Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
–Upplestur. Verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni.
– Bragi Halldórsson: „Íslenska í framhaldsskólum í sögulegu ljósi“
– Jón Torfi Jónasson: „Móðurmálið ætti að vera augasteinn allra skóla …“
– Kór Kársnesskóla
Fundarstjóri Sigurður Konráðsson

Málræktarþing 2008

Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu sunnudaginn 16. nóvember 2008 í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14.00–15.30.
Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS og hátíðardagskrá menntamálaráðuneytis.
Íslensk málstefna kynnt: Íslenska til alls.
Menntamálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Málræktarþing 2007

Málstefna í mótun – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar laugardaginn 10. nóvember 2007
Íslensk málnefnd vinnur nú að gerð fyrstu heildstæðu íslensku málstefnunnar. Hún var viðfangsefni málræktarþings Málnefndarinnar og Mjólkursamsölunnar sem haldið var laugardaginn 10. nóvember í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 11.00–14.25. Þar var kynnt starf vinnuhópa sem hafa rannsakað stöðu tungunnar á ýmsum sviðum, þar á meðal í listum, fjölmiðlum, skólum og stjórnsýslu. Einnig var fjallað um lagalega stöðu íslenskunnar og íslenskukennslu fyrir útlendinga. Umræður urðu um tillögur hópanna og almennt um málstefnu.

 

 

Fleiri færslur