Málræktarþing unga fólksins 2012

 

Málræktarþing unga fólksins var haldið 16. nóvember 2012 í Laugardalshöll. Íslensk málnefnd skipulagði þingið í samvinnu við þrjá grunnskóla í Reykjavík, Réttarholtsskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Nemendur í 10. bekk skólanna unnu verkefni og kynntu þau á þinginu. Ari Eldjárn var kynnir og Páll Óskar Hjálmtýsson söng.

 

Hér má sjá myndbönd sem sýnd voru á þinginu:

 

Réttarholtsskóli: http://www.youtube.com/watch?v=AoPjmSOUmII

 

Laugalækjarskóli: http://www.youtube.com/watch?v=1AX2vTV1eK4

 

Langholtsskóli: http://www.youtube.com/watch?v=0kCmLgb2ZqU og http://www.youtube.com/watch?v=7WUdrdGR8-A

 

http://www.youtube.com/watch?v=DYmfDHRcY1U&;feature=plcp

 

Af heimasíðu Langholtsskóla: http://www.langholtsskoli.is/index.php?start=96

 

 

Málræktarþing unga fólksins á Akureyri 2013

 

Málræktarþing unga fólksins var haldið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri 15. nóvember 2013 í tilefni af degi íslenskrar tungu. Til þingsins mættu allir 10. bekkingar úr grunnskólum Akureyrar ásamt kennurum en þeir hafa unnið ýmis verkefni um íslenskt mál. Nemendur sýndu stutt framlag úr hverjum skóla en einnig var boðið upp á skemmtiatriði.  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði börnin. 

Markmiðið með málþinginu var að hvetja ungt fólk til skapandi hugsunar á íslensku en viðfangsefni unglinganna varða íslenskt mál með einum eða öðrum hætti. Málræktarþing unga fólksins var haldið í fyrsta sinn í Reykjavík 2012með þátttöku þriggja skóla en í ár verða skólarnir sjö; Brekkuskóli, Glerárskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Naustaskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Að málræktarþinginu stóðu, auk Háskólans á Akureyri, Íslensk málnefnd og Mjólkursamsalan.

 

Fleiri færslur