Íslenskt táknmál

Íslensk málnefnd 2023

Málnefnd um íslenskt táknmál

 
Tengill á myndbandið: https://youtu.be/gQikLMFU3jM   Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Málnefnd um íslenska táknmálið til fjögurra ára í senn í samræmi við 7. gr. laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.   Ráðherra skipar fimm menn til setu í nefndinni til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Við skipun nefndarinnar skal haft samráð við hugvísindasvið Háskóla Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskerta hér á landi og Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra velur formann og varaformann.   Hlutverk málnefndar um íslenska táknmálið er að stuðla að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkja stöðu þess og virðingu og beita sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess. Í þessu felst m.a. að vinna að samræmi í táknanotkun og annarri stöðlun íslensks táknmáls sem tjáningarmiðils eftir því sem eðlilegt þykir og skynsamlegt getur talist.   Málnefnd um íslenskt táknmál er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál, til að mynda skal leita umsagnar málnefndarinnar áður en settar eru reglugerðir eða annars konar fyrirmæli um íslenskt táknmál að svo miklu leyti sem einstök atriði heyra ekki undir aðra samkvæmt öðrum lögum. Um málstefnu og stöðu íslensks táknmáls skal leitað samvinnu við málnefnd um íslenskt táknmál, sbr. 7. gr.   Skrifstofa málnefndar um íslenskt táknmál er í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðherra setur reglugerð um nánari starfsemi málnefndar um íslenskt táknmál.   Netfang Málnefndar um íslenskt táknmál er malnefnd@mit.is. Þangað má bæði senda tölvupóst á íslensku eða myndband á ÍTM, t.d. í gegnum Wetransfer.com.  
Skipulag
Málnefnd um íslenska táknmálið er þannig skipuð, tímabilið 2020-2024: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Rannveig Sverrisdóttir Árni Ingi Jóhannesson Árný Guðmundsdóttir Hjördís Anna Haraldsdóttir

Nýjustu færslur