Íslenska í forgrunni á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Isavia hefur samþykkt bókun þess efnis að íslenska verði framvegis í forgunni tungumála við endurnýjun merkingakerfis á Keflavíkurflugvelli. Íslensk málnefnd fagnar þessari ákvörðun og þakkar Isavia fyrir þetta svar. 
 
Bókun stjórnar Isavia í heild sinni: 

„Komið hafa fram ábend­ing­ar og gagn­rýni á op­in­ber­um vett­vangi, meðal ann­ars frá stjórn Íslenskr­ar mál­nefnd­ar 2016 og 2017, um notk­un tungu­mála á upp­lýs­inga- og leiðbein­inga­skilt­um í flug­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Stjórn Isa­via tók þessi mál til umræðu árið 2018. Á síðustu dög­um hafa ábend­ing­ar og gagn­rýni um þessi efni sprottið upp á ný.

Að gefnu þessu til­efni er stjórn Isa­via ohf. sam­mála um eft­ir­far­andi:

Nú standa yfir mikl­ar breyt­ing­ar og upp­bygg­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli. Sam­hliða þeim verk­efn­um hef­ur stjórn Isa­via ohf. ákveðið að gerð verði áætl­un um end­ur­nýj­un merk­inga­kerf­is flug­stöðvar­inn­ar í áföng­um á kom­andi miss­er­um. Við þá end­ur­nýj­un verði þeirr­ar reglu gætt að ís­lenska verði fram­veg­is í for­grunni tungu­mála á leiðbein­ing­ar- og upp­lýs­inga­skilt­um flug­stöðvar­inn­ar.“

 

Fleiri færslur