Greinargerð til Málræktarsjóðs, Dóra Jakobsdóttir

Framvinda 13.3.2019

 

Nýjar upplýsingar, sem ég vissi ekki af þegar ég sótti um styrkinn, ollu því að ég þurfti að endurskoða handritið sem ég hafði haldið tilbúið. Þetta tók nokkuð langan tíma og var árið því liðlega hálfnað þegar þeirri yfirferð lauk.

Umbroti lauk í desember 2018 og greiddi ég 250 þúsund krónur af styrknum til þess. Yfirlestri lauk á þessu ári og telst verkið því tilbúið til prentunar að því frátöldu að verið er að vinna að kápu. Að því búnu verður verkið afhent prentsmiðjunni Setbergi og fæst þá væntanlega endanleg próförk. Ég geri því ráð fyrir að ekki verði hægt að prenta orðasafnið fyrr en einhvern tíma í maí.

 

Inngangur

Helsti tilgangur með þessu orðasafni er að birta á einum stað öll íslensk nöfn háplöntuætta

sem birst hafa á prenti frá árinu 1901. Í safninu eru því fyrst og fremst nöfn sem þegar hafa

verið notuð og tilgreint er hvar og hvenær þau birtust fyrst. Margar ættir hafa fengið fleiri en

eitt íslenskt nafn (sjá t.d. einisætt og glóadinætt). Í þeim tilvikum er ákveðið nafn valið sem

besti kostur (aðalorð). Í öðrum tilvikum hefur ritháttur ættanafna verið breytilegur (sjá t.d.

munablómsætt og eyrarósarætt) þótt eining hafi náðst um nafnið sjálft. Þar hefur verið tekin

afstaða og ákveðinn ritháttur valinn sem aðalorð. Sum þeirra ættarnafna, sem hafa verið notuð

í heimildum eru ekki talin nægilega góð og hefur þeim því verið breytt eða ný nöfn búin til.

Allnokkrar ættir í safninu hafa ekki hlotið íslenskt nafn fyrr og hafa nöfn á þær ættir verið búin til eftir ýmsum leiðum. Stundum hefur verið tekið mið af erlendum nöfnum ættarinnar eða nöfnum ættkvísla eða tegunda innan hennar. Þá hefur og verið vísað til einhverra einkenna ættarinnareða einkenna ættkvísla/tegunda innan hennar. Íslensk ættanöfn eru hér rituð án greinis hvort sem það er gert í heimildum eða ekki. Í umfjöllun ætta er orðið byrkningur notað um þá byrkninga sem ekki eru burknar en burknar um eiginlega burkna. Nýjar rannsóknir sýna að tvískipting dulfrævinga í einkímblöðunga og tvíkímblöðunga er ekki lengur nothæf í flokkunarkerfinu. Þessi tvískipting er þrátt fyrir þetta notuð hér.

Nýjar rannsóknaðferðir hafa leitt til þess að laga verður öll gömul flokkunarkerfi og

niðurstöður þeirra hafa breytt skilgreiningu margra ætta. Ættkvíslir hafa verið fluttar milli ætta, ættum hefur verið skipt, þær sameinaðar eða skilgreindar að nýju. Því er orðið nauðsynlegt að greiður aðgangur sé að ættaskrá sem er í samræmi við þá þekkingu sem nú liggur fyrir. Rannsóknir á skyldleika plantna eru nú langflestar gerðar með samanburði á DNA-röðun í erfðavísum úr grænukornum þeirra. Úrvinnsluaðferðin nefnist upprunagreining (cladistics). Í niðurstöðum þeirra er einnig tekið tillit til annarra einkenna plantnanna.

Ættir háplantna, þ.e. æðplantna, í heiminum eru nú taldar vera 479. Ættir dulfrævinga 416

(APG IV 2016), berfrævinga 12 (Phytotaxa 19: 55-70 2011) og byrkninga og burkna 51 (PPG I 2016). Íslensk nöfn á viðurkenndum háplöntuættum eru nú 293 og af þeim eru um 130 ný nöfn sem ekki hafa birst áður á prenti. Nöfn ættanna eru þó mun fleiri, því hér eru líka talin nöfn þeirra ætta sem nú hafa verið lagðar niður og sameinaðar öðrum. Þessar ættir hafa oft fengið íslensk og/eða erlend alþýðleg nöfn og eru ýmist skráðar sem samheiti eða sem sérstakar ættir og þess þá getið að þær séu ekki viðurkenndar samkvæmt því kerfi sem hér er fylgt. Einnig hafa ýmsar ættkvíslir verið teknar út úr gömlum ættum og gerðar að sérstökum ættum. Ástæða er til að taka fram að samheiti latneskra ættanafna eru ekki alltaf notuð hér í grasafræðilegri merkingu þess orðs. Undir ættaheiti er skráður fjöldi ættkvísla og nöfn þeirra ef þær eru tíu eða færri í ættinni. Nokkrar undantekningar eru þó gerðar, einkum varðandi ættkvíslir sem vaxa á Íslandi, þær eru allar taldar upp þótt þær séu fleiri en tíu. Fjöldi ættkvísla í ætt er þó stundum ekki að fullu ljós og uppgefin tala því ekki örugg. Greint er frá vaxtargerð plantnanna og útbreiðslusvæði þeirra í heiminum. Nöfn einstakra plöntutegunda er ekki að finna hér nema með fáum undantekningum og þá oftast þar sem aðeins ein eða tvær tegundir eru í ættinni. Viðurkenndar ættir sem ekki hafa fengið íslenskt nafn eru taldar upp hér með stuttri lýsingu. Þær eru nú 189 talsins. Hér hefur einnig verið safnað nokkrum erlendum alþýðlegum nöfnum háplöntu-ætta. Þessi nöfn eru hér sett í sérstök orðasöfn, dönsk, ensk, finnsk, færeysk, hollensk, norsk, japönsk, spænsk, sænsk og þýsk. Þótt ekki hafi verið lögð sérstök áhersla á söfnun þessara nafna, og til þessa hafi aðeins verið safnað nöfnum sem ég hef átt greiðan aðgang að, hafa mörg þeirra komið að gagni við nýyrðasmíð á íslenskum ættarnöfnum. Þessi nöfn gætu einnig gagnast þýðendum og orðabókarhöfundum.

Það hefur verið bagalegt geta ekki tengt þær ættir sem hér eru nefndar betur og sýnt innbyrðis

skyldleika þeirra og stöðu í flokkunarkerfinu. Slík kerfisröðun er þó of viðamikil til að

rúmast í orðasafni sem þessu. Á það ráð hefur verið brugðið að sýna hér kerfisröðun íslenskra

ætta. Bergþór Jóhannsson mosafræðingur (1933- 2006) ritaði á sínum tíma eftirfarandi skýringar við þennan hluta: “Ættir eru mismunandi skyldar og er skyldum ættum raðað saman í ættbálka. Oftast er talið að allar ættir í ættbálki hafi orðið til sem greinar á sameiginlegri þróunarlínu. Það felst því nokkur fróðleikur um stöðu ættar í þróuninni að vita í hvaða ættbálk hún er sett og með hvaða ættum öðrum. Ættbálkar, fáir eða margir, mynda flokka og flokkar fylkingar. Ættir eru samsettar af ættkvíslum og ættkvíslir af tegundum. Vitneskja um hvaða ættkvíslir eru í ætt segja mikið um ættina, því ættkvíslir og tegundir eru augljósari einingar fyrir okkur en ættir. Hér er íslenskum ættum raðað í ættbálka til að tengja þær upp á við í kerfinu ef svo má segja og greint er frá því hvaða íslenskar ættkvíslir eru í hverri ætt til að tengja þær niður á við í kerfinu. Þær eru þá ekki kerfiseiningar í lausu lofti. Ættbálkum er hér raðað í kerfisröð, einnig ættum innan ættbálka en ættkvíslum er raðað í stafrófsröð. Kerfisröðunin getur í ýmsum tilvikum verið umdeilanleg. Ættbálkum er ekki raðað í flokka eða fylkingar. Skyldleiki hvort sem er ætta eða ættbálka verður í raun aldrei sýndur með línulegri röðun. Því verða sums staðar í þessari upptalningu áberandi skil, t.d. þar sem ný fylking tekur við af annarri, flokkur af flokki eða undirflokkur af undirflokki. Sem dæmi má benda á skilin milli Polypodiales – Pinales og Poales – Ranunculales. Þótt síðarnefndi ættbálkurinn komi næst á eftir þeim fyrrnefnda í þessum dæmum eru þeir afar

lítið skyldir. Í fyrra tilvikinu er farið úr einni fylkingu í aðra. Í síðara tilvikinu er farið frá enda

einnar þróunarlínu til upphafs annarrar.”

 

 

Sýnishorn af handriti fyrir umbrot

 

En: Aponogeton family, latticeplant family, cape pondweed family, sæ: vattenaxväxter.

 

 

 

Dropaviðarætt – Styracaceae (Ericales)

 

11 ættkvíslir tvíkímblöðunga. Tré eða runnar. Hitabelti til hlýtempraðra svæða.

 

Aðalorð: Nýyrði. Ættin er hér nefnd dropaviðarætt en ekki droparunnaætt þar sem í ættinni eru bæði runnar og tré.

 

Sh: Stýraxviðarætt (Blómabók 1972), da: storaksfamilien, en: storax family, Styrax family, snowbell family, ho: storaxboomachtigen, ja: ego-no-ki ka, sæ: storaxfamiljen, storaxväxter.

 

Dúfutrésætt – Davidiaceae sjá Haustprýðiætt

 

           

 

Dúnhamarsætt sjá Lókeflisætt

 

Dýraætuætt sjá Blöðrujurtarætt

 

E

 

 

Eðluhalaætt – Saururaceae (Piperales)

 

Fjórar ættkvíslir tvíkímblöðunga, Anemopsis, Gymnotheca, Houttuynia og Saururus. Skriðular jurtir og hnýðisjurtir. Austur-Asía og austanverð Norður-Ameríka.

 

Aðalorð: Náttúrufræðingurinn 1969:217.

 

En: Lizard-tail family, lizards-tail family, lizard’s-tail family, Saururus family, fr: saururacées ja: dokudami ka, sæ: ödlesvansväxter.

 

Einisætt – Cupressaceae (Pinales)

 

29 ættkvíslir berfrævinga. Tré og runnar. Útbreiddar, einkum á norðurhveli, dreifðari á suðurhveli. Ein ættkvísl með eina tegund, Juniperus communis eini, á Íslandi. Ættin Taxodiaceae risafuruætt (10 ættkvíslir) er hér talin til þessarar ættar.

 

Aðalorð: Flóra Íslands 1901 sem Juniperaceae. Nafnið einisætt er fyrst aftur tekið upp aftur í Íslenskri flóru 1983. Ættarnafnið hefur verið á reiki og hefur ættin oft fengið íslenskt nafn í samræmi við þá ættkvísl sem fjallað er um hverju sinni.

 

Sh: Sýprisætt (Flóra Íslands 1924), grátviðarætt (Íslenskar jurtir 1945), cyprisætt (Listi yfir plöntur í Lystigarði Akureyrar 1966 & 1970), kýprisætt (Blómabók 1972), lífviðarætt (Garðyrkjuritið 1989:150), sýprusætt (Garðyrkjuritið 1989:127, 132, 134), risafuruætt (Náttúrufræðingurinn 1950:98 sem Taxodiaceae), rauðviðarætt (Skógræktarritið 1951:42 sem Taxodiaceae), fenjasýprisætt (Blómabók 1972 sem Taxodiaceae), fenjasýprusætt (Garðyrkjuritið 1989:130 sem Taxodiaceae), da: cypresfamilien; sumpcypresfamilien (Taxodiaceae), en: cypress family, cypress tree family; Taxodium family, bald-cypress family, redwood family (Taxodiaceae), fi: sypressikasvit, fr: cupressacées, fæ: baraldsættin, ho: cypresachtigen; moerascypresachtigen (Taxodiaceae), ja: hinoki ka; sugi ka (Taxodiaceae), la: Taxodiaceae, no:einerfamilien, sypressfamilien, cupressfamilien; sumpcypressfamilien (Taxodiaceae), sp: cupresáceas, sæ: cypressfamiljen, cypressväxter; sumpcypressfamiljen, sumpcypressväxter (Taxodiaceae), þý: Zypressengewächse.

 

Eiturliljuætt – Melanthiaceae sjá Sýkigrasætt

 

Elftingarætt sjá Elftingaætt

Fleiri færslur