FRÉTTATILKYNNING

ÁLYKTUN UM STÖÐU TUNGUNNAR – FRÉTTATILKYNNING

,,Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma en staða tungunnar er sterk og sköpunarmáttur hennar mikill. Íslenska hefur því alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi og að því ættum við öll að stefna.“ Svo segir í ályktun um stöðu íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd mun senda frá sér í fyrsta sinn 10. nóvember. Í ályktuninni er lögð áhersla á að lagaleg staða íslenskunnar verði tryggð. Einnig er rætt um stöðu málsins almennt, framtíðarhorfur þess og loks settar fram hugmyndir Málnefndarinnar um hvernig bregðast skuli við til þess að treysta stöðu íslenskrar tungu í íslensku samfélagi.

Ályktunin er gerð samkvæmt 9. gr laga nr. 40 frá 12. júní 2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeirri grein er eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.

Laugardaginn 10. nóvember stendur Málnefndin einnig fyrir málþinginu ,,Málstefna í mótun“ í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar verður gerð grein fyrir vinnu við gerð íslenskrar málstefnu sem hófst snemma á þessu ári.

Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2007 (PDF-skjal, 91 kb)

Nánari upplýsingar veita:
– Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: gkvaran@lexis.hi.is. Sími: 525-4432 (vinna), 8610548.
– Þórarinn Eldjárn, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: theld@simnet.is. Sími: 899-3336.

 

 

Fleiri færslur