ECSPM – Yfirlýsing um margtyngi í æðri menntun


Um leið og viðurkennt er að þetta skjal hafi engin lagalega bindandi áhrif, lýsir það yfir opinberri skuldbindingu við að stuðla á virkan og uppbyggilegan hátt að þróun stefnu um margtyngi í æðri menntun. Yfirlýsingin er opin til undirskriftar þeim sem umhugað er um fjöltungulæsi og þekkingarfræði, fjölbreytni tungumála og virðingu fyrir málfarslegum réttindum, og sérstaklega gegnum: (a) rannsóknir/akademískar einingar, stofnanir, samtök, félög (með eða án lögaðila), (b) einstakar manneskjur, í stöðu sinni sem meðlimir akademískra eininga og annarra samfélagshópa sem eru með virkum hætti viðriðnir tungumál í menntun. 

 

INNGANGSORÐ

Alþjóðlegar stefnur, sem vakið hafa áhuga aukins fjölda æðri menntastofnana (HEI), jafnt sem stefnumarkandi stofnana, á landsvísu og yfirþjóðlegra, miða – eða svo fullyrða þær- að því að auka gæði æðri menntunar, í sívaxandi samtengdum heimi. Í tilfelli ESB er frumkvæði í stefnumörkun alþjóðavæðingar ætlað að ná fram meiri sannsýni á meðal æðri menntakerfa á vettvangi „evrópska menntasvæðisins“, stuðla að samvinnu milli landa, félagsskap æðri menntastofnana og samstarfi meðal aðildarríkja ESB til að ná árangri í að skapa „.menntunar- og þjálfunarkerfi innanlands fyrir alla“. Hins vegar hefur alþjóðavæðing í síauknum mæli leitt til notkunar ensku sem ‚lingua academica‘, ensku sem kennslumáls (EMI) og ‚enskuvæðingar‘ æðri menntunar. Þrátt fyrir vaxandi vísbendingar hvað varðar annmarka á að nota eingöngu ensku í kennslu, rannsóknum, fræðilegri útgáfu og tengslamyndun, er það í auknum mæli stutt af landsyfirvöldum og stefnumótendum sem gera ráð fyrir að enska sé leið til efnahagslegrar þróunar, nútímavæðingar og hnattrænna samskipta. Hins vegar kann notkun ensku á kostnað opinbers tungumáls/þjóðtungu, jafnt og svæðisbundinna eða minnihlutatungumála að leiða til afskiptaleysis á tilteknum sviðum og höfnunar málfarslegra réttinda. Ennfremur hefur notkun ensku á kostnað annarra tungumála með eða án marktæks menningarlegs höfuðstóls afleiðingar fyrir málfarslega og menningarlega fjölbreytni, sem leiðir til veikingar félagslegs og þekkingarfræðilegs skilnings.

ALMENN YFIRLÝSING

Þau sem undirrita „yfirlýsingu um margtyngi í æðri menntun“, sem Verkvangur borgaralegs samfélags í Evrópu um margtyngi (ECSPM) gerði uppkast að styðja grundvallarreglur „Helsinki-frumkvæðisins um margtyngi í fræðilegum samskiptum“[1] og samþykkja að skuldbinda sig til að stuðla að stefnumótunarákvörðunum og starfsháttum sem eru í samræmi við tilmæli Evrópuráðsins, CM/Rec(2022)1, sem ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur tekið upp, um „Mikilvægi fjöltyngis og þvermenningarlegrar menntunar fyrir lýðræðislega menningu“[2]. Með sérstöku tilliti til æðri menntunar skuldbinda þau sem undirrita sig til að:

  • vernda og styðja notkun nokkurra tungumála, til viðbótar við opinber(t) tungumál æðri menntastofnana í stjórnun, rannsóknum og útgáfu, kennslu-námi og samskiptum
  • tryggja og styrkja fjöltyngi, sérstaklega í kennslu og námi, rannsóknarsamvinnu milli þjóða og
  • treysta á notkun tungutækniverkfæra til að þjónusta kennslu og nám sem greiða fyrir notkun mismunandi tungumála.

 

AUKA SKILNING

Þau sem undirrita yfirlýsingu ECSPM um margtyngi í æðri menntun skuldbinda sig til að stuðla að því að auka skilning stjórnenda háskóla, jafnt sem vitneskju þeirra sem bera ábyrgð á málstefnu, málvísindalegri umsjón og þróun námsefnis, yfirmanna rannsóknareininga, fræðimanna, rannsóknaraðila, nemenda, starfsfólks í kennslu og stjórnun, sem borgaralegt samfélag á að:

  • Það að vera fær í opinberu tungumáli/máli lands síns,, heimamáli/arfleifð, eða einhverju öðru tungumáli tryggir ekki þekkingarfræðilegt læsi á því tungumáli, sem hefur í för með sér allt aðrar umræðuaðferðir en læsi á móðurmáli. Hins vegar er hvort tveggja mikilvægt fyrir útleggingu merkingar í menntunarlegu samhengi, bæði fyrir nemendur og kennara.
  • Þegar kennt er eða numið á tungumáli öðru en manns eigin er ekki hægt/ætti ekki að vænta þess að það skili aðlöguðu afbrigði af því tungumáli.
  • Það er mikilvægt fyrir háskólanemendur og starfsfólk að fá hvatningu til að nýta öll tungumál og afbrigði tungumála sem þau hafa á valdi sínu til þýðingarmikilla samskipta í mismunandi samhengi í akademísku lífi sínu.

 

SÉRSTAKAR TILLÖGUR

Þau sem undirrita yfirlýsingu ECSPM um margtyngi í æðri menntun leggja fram eftirfarandi tillögur fyrir stefnumótendur, milliþjóðlegar-, þjóðlegar-, eða ríkisstofnanir, stjórnarstofnanir, háskóla, rannsóknarstofnanir, rannsóknarsjóði og rannsakendur að taka upp:

  1. Bjóða upp á tækifæri fyrir mismunandi tungumál (ekki bara ensku) til að vera miðill leiðbeininga í verkefnum, námskeiðum, einingum, við hlið opinbers tungumáls stofnunarinnar.
  2. Það eru mörg „óséð“ tungumál í öllum menntastofnunum og þar ætti að vera pláss fyrir þessi tungumál svo að þau verði sýnileg og verði viðurkennd.
  3. Bjóða upp á forsendur fyrir vali um tungumál til að tryggja gæði menntunar.
  4. Ganga úr skugga um að leiðbeinendur sem bjóði upp á námskeið á öðrum tungumálum en opinberu tungumáli stofnunarinnar séu með þekkingarfræðilega kunnáttu í þeim tungumálum.
  5. Hjálpa ætti alþjóðlegum nemendum að samlagast akademíska samfélaginu og þar af leiðandi bjóða upp á möguleika til stuðnings og hnitmiðaðrar tungumálakennslu.
  6. Forðast eintungu/einmenningar menntunarupplifun eingöngu (þ.e. bjóða upp á ritaskrár, máltækniverkfæri, myndbönd á mismunandi tungumálum).
  7. Hvetja ætti rannsóknarhópa í háskólum til að ákveða tungumál sem þeir muni nota á mismunandi tímum (meðan á samskiptum, miðlun rannsóknarniðurstaðna, útgáfu niðurstaðna stendur).
  8. Hvetja til þýðinga og samhliða notkunar tungumála og fjárfesta í máltækniverkfærum.

[1] Hér er samantekt um Helsinki-frumkvæðið í margtyngi (https://www.helsinki-initiative.org/en):

(1) Styðja miðlun rannsóknarniðurstaðna sem koma samfélaginu að fullu til góða með því að ganga úr skugga um að: a) rannsakendur séu metnir að verðleikum fyrir að miðla rannsóknarniðurstöðum út fyrir akademíuna og fyrir gagnkvæma víxlverkun við arfleifð, menningu og samfélag, og b) jafn aðgangur að rannsakaðri þekkingu sé í boði á úrvali tungumála; (2) Vernda innviði fyrir útgáfu í landinu á rannsóknum sem skipta staðbundið máli, með því að ganga úr skugga um að: a) óhagnaðardrifin tímarit og bókaútgefendur hafi hvorir tveggja nægilegt bolmagn og þann stuðning sem þarf til að viðhalda háleitum viðmiðum fyrir gæðastýringu og heilindi í rannsóknum, og b) að innlend tímarit og bókaútgefendur séu varin í umskiptum sínum yfir í opinn aðgang; (3) Stuðla að tungumálafjölbreytni í mati á rannsóknum, gildismati og fjármögnunarkerfum, með því að ganga úr skugga um: a) að við úrvinnslu á mati sérfræðinga sé hágæðarannsókn metin að verðleikum burtséð frá tungumáli útgáfu eða farvegi útgáfu, og b) að þegar kerfi með mælistiku séu notuð, að tímarita- og bókaútgáfa á öllum tungumálum sé tekin með í reikninginn á fullnægjandi hátt.
[2] https://www.coe.int/en/web/education/-/new-council-of-europe-recommendation-on-the-importance-of-plurilingual-and-intercultural-education-for-democratic-culture

Fleiri færslur