Laugardaginn 30. apríl 2022, kl. 13:00-16:30

Málþing um kynhlutlaust mál

 

Veröld – hús Vigdísar

Undanfarin ár hefur skapast mikil umræða í íslensku samfélagi um kyn og hvernig félagslegar hugmyndir um kyn endurspeglast í íslensku máli, ekki síst frá málfræðilegu sjónarhorni. Þá hafa einnig orðið breytingar og tilbrigðum hefur fjölgað í notkun málfræðilegs kyns í máli fólks en æ fleiri málhafar reyna nú að færa mál sitt meira í átt til kynhlutlausara máls á einn eða annan hátt. Þessi þróun er að mestu leyti sprottin úr grasrótinni enda tengist hún réttindabaráttu m.a. kvenna og jaðarsettra hópa en í umræðu dagsins í dag birtast alls konar sjónarmið hinna ýmsu samfélagslegu hópa um efnið. Innan fræðasamfélagsins er einnig fjallað um kynhlutlaust mál frá ólíkum sjónarmiðum en sú fjölbreytilega umfjöllun hefur ekki endilega skilað sér til almennings eða út í samfélagsumræðuna. Hópur málfræðinga við Háskóla Íslands, sem er í þann mund að stofna Rannsóknastofu um félagsmálvísindi, og Íslensk málnefnd tóku höndum saman í byrjun ársins 2022, með það markmið að opna fræðilega umræðu um kynhlutlaust mál fyrir almenningi. Fyrsta skrefið í átt að þessu markmiði er að halda málþing um kynhlutlaust mál þann 30. apríl 2022 þar sem boðsfyrirlesarar úr íslensku fræðasamfélagi kynna rannsóknir sínar og miðla þekkingu sinni um efnið frá ólíkum sjónarhornum.

 

Fyrirlesarar

Anton Karl Ingason – Hefð, jafnrétti og blandaðar sjálfsmyndir

Finnur Ágúst Ingimundarson – Mál og kyn í ljósi sögu og samtíma

Guðrún Þórhallsdóttir – Hvað er kynhlutleysi? Sjónarmið, röksemdir, hugtök og heiti

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir – Að berja niður venjulegt málfar meirihlutans í pólitískum tilgangi“

Höskuldur Þráinsson – Hvað eru kynin mörg?

Þorbjörg Þorvaldsdóttir – Merking, málfræði og mannréttindi

Fundarstjóri er Eiríkur Rögnvaldsson sem jafnframt opnar málþingið.

 

Málþingið er öllum opið.

Í undirbúningsnefnd málþingsins sitja Anna Sigríður Þráinsdóttir, Eva María Jónsdóttir, Heimir F. Viðarsson og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir.

 

Fréttir
Prev Next

Íslenska í forgrunni á Keflavíkurflugvelli

17-10-2022

Stjórn Isavia hefur samþykkt bókun þess efnis að íslenska verði framvegis í forgunni tungumála við endurnýjun merkingakerfis á Keflavíkurflugvelli. Íslensk málnefnd fagnar þessari ákvörðun og þakkar Isavia fyrir þetta svar.    Bókun...

Lesa

Viðurkenningar á málræktarþingi 2022

03-10-2022

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 29. september 2022, og bar yfirskriftina Íslensk tunga og nýir miðlar, fengu eftirtaldir ailar viðurkenningu: Háskólasetrið á Vestfjörðum fyrir hvatningu og stuðning við notkun...

Lesa

Málræktarþing 2022

23-09-2022

Málræktarþing 2022

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 29. september, kl. 15, á Þjóðminjasafninu. Yfirskrift málræktarþingsins er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málræktarþinginu verður streymt: https://youtu.be/fIRpvxFmVkU  

Lesa

Málþing um kynhlutlaust mál

25-04-2022

Laugardaginn 30. apríl 2022, kl. 13:00-16:30 Málþing um kynhlutlaust mál   Veröld – hús Vigdísar Undanfarin ár hefur skapast mikil umræða í íslensku samfélagi um kyn og hvernig félagslegar hugmyndir um kyn endurspeglast í...

Lesa

Viðurkenningar á málræktarþingi 2021

01-10-2021

Á málræktarþingi, sem haldið var 30. september og bar yfirskriftina Íslenskukennsla á 21. öld fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningu:   Ólöf Ása Benediktsdóttur fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu. Sævar H. Bragason fyrir frumkvöðlastarf í fræðslu í náttúruvísindum...

Lesa

Málræktarþing um íslenskukennslu á 21. öld

27-09-2021

Málræktarþing um íslenskukennslu á 21. öld

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 30. september, kl. 15, á Þjóðminjasafninu. Verið hjartanlega velkomin. 15.00  Setning.Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar.   15.05  Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021. Ásgrímur Angantýsson...

Lesa

Málnefndaþing í Noregi 26. og 27. ágúst 2021

28-06-2021

Þing norrænu málnefndanna verður haldið 26. og 27. ágúst 2021 og fer fram í fjarfundarformi. Þemað í ár er máltækni. Nánari upplýsingar um málnefndaþingið og skráningu á það eru á...

Lesa

Málræktarþing 2020

21-09-2020

Málræktarþing 2020

Viðhorf til íslensku Málræktarþing Íslenskrar málnefndar verður haldið laugardaginn 26. september í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og verða viðhorf til íslensku í brennidepli. Verið öll velkomin!  adidas heliopolis hotel in dubai , adidas...

Lesa

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019

01-10-2019

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019 Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu. Á málræktarþingi sem haldið var...

Lesa