Vinir Árnastofnunar

Greinagerð um styrkfé frá Málræktarsjóði

 

Styrkþegi: Vinir Árnastofnunar

 

Kennitala: 490517-0140

 

Tölvupóstfang: evamj@hi.is og vinirarnastofnunar@hi.is

 

Heiti verkefnis: Orð verða til – Orðagjörningur á Vetrarhátíð í Reykjavík

 

Tímasetning: 2. febrúar 2018

 

Uppgjör: 300.000 kr. úr Málræktarsjóði. Greitt til HljóðX fyrir myndvarpa og bíl sem myndvarpinn var keyrður úr.

 

Stutt frásögn: Verkefnið gekk út á að sýna í almenningsrými íslensk orð. Íðorðum, tengdum tölvum og tækni, var varpað á vegg Atvinnuvegaráðuneytisins við Skúlagötu þá helgi sem UT-messan fór fram í Hörpu. Gjörningurinn var hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og vakti athygli gesta og gangandi þá helgi sem Vetrarhátíð fór fram. Myndband af gjörningnum var mikið skoðað á samfélagsmiðlum og fékk 40.000 áhorf (sjá:  https://www.facebook.com/195770427180/videos/10155054174422181).

 

Vinnuframlag var í höndum starfsmanna Árnastofnunar, Ágústu Þorbergsdóttur sem útbjó orðalistann og Evu Maríu Jónsdóttur sem var í samskiptum við HljóðX og sá um framkvæmd og kynningu.

Fleiri færslur