ÁLYKTUN UM STÖÐU TUNGUNNAR – FRÉTTATILKYNNING

,,Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma en staða tungunnar er sterk og sköpunarmáttur hennar mikill. Íslenska hefur því alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi og að því ættum við öll að stefna." Svo segir í ályktun um stöðu íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd mun senda frá sér í fyrsta sinn 10. nóvember. Í ályktuninni er lögð áhersla á að lagaleg staða íslenskunnar verði tryggð. Einnig er rætt um stöðu málsins almennt, framtíðarhorfur þess og loks settar fram hugmyndir Málnefndarinnar um hvernig bregðast skuli við til þess að treysta stöðu íslenskrar tungu í íslensku samfélagi.

Ályktunin er gerð samkvæmt 9. gr laga nr. 40 frá 12. júní 2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeirri grein er eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.

Laugardaginn 10. nóvember stendur Málnefndin einnig fyrir málþinginu ,,Málstefna í mótun" í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar verður gerð grein fyrir vinnu við gerð íslenskrar málstefnu sem hófst snemma á þessu ári.

Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2007 (PDF-skjal, 91 kb)

Nánari upplýsingar veita:
- Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 525-4432 (vinna), 8610548.
- Þórarinn Eldjárn, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 899-3336.

adidas heliopolis hotel in dubai , adidas concord ankle fur sneakers boys running Release Date Info , MysneakersShops | nike free runs shoes for men 13 wide feet - 006 - Nike Air Max 97 Γυναικεία Παπούτσια Μαύρα 921733
Fréttir
Prev Next

Íslenska í forgrunni á Keflavíkurflugvelli

17-10-2022

Stjórn Isavia hefur samþykkt bókun þess efnis að íslenska verði framvegis í forgunni tungumála við endurnýjun merkingakerfis á Keflavíkurflugvelli. Íslensk málnefnd fagnar þessari ákvörðun og þakkar Isavia fyrir þetta svar.    Bókun...

Lesa

Viðurkenningar á málræktarþingi 2022

03-10-2022

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 29. september 2022, og bar yfirskriftina Íslensk tunga og nýir miðlar, fengu eftirtaldir ailar viðurkenningu: Háskólasetrið á Vestfjörðum fyrir hvatningu og stuðning við notkun...

Lesa

Málræktarþing 2022

23-09-2022

Málræktarþing 2022

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 29. september, kl. 15, á Þjóðminjasafninu. Yfirskrift málræktarþingsins er Íslensk tunga og nýir miðlar. Málræktarþinginu verður streymt: https://youtu.be/fIRpvxFmVkU  

Lesa

Málþing um kynhlutlaust mál

25-04-2022

Laugardaginn 30. apríl 2022, kl. 13:00-16:30 Málþing um kynhlutlaust mál   Veröld – hús Vigdísar Undanfarin ár hefur skapast mikil umræða í íslensku samfélagi um kyn og hvernig félagslegar hugmyndir um kyn endurspeglast í...

Lesa

Viðurkenningar á málræktarþingi 2021

01-10-2021

Á málræktarþingi, sem haldið var 30. september og bar yfirskriftina Íslenskukennsla á 21. öld fengu eftirtaldir aðilar viðurkenningu:   Ólöf Ása Benediktsdóttur fyrir frumkvöðlastarf í íslenskukennslu. Sævar H. Bragason fyrir frumkvöðlastarf í fræðslu í náttúruvísindum...

Lesa

Málræktarþing um íslenskukennslu á 21. öld

27-09-2021

Málræktarþing um íslenskukennslu á 21. öld

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 30. september, kl. 15, á Þjóðminjasafninu. Verið hjartanlega velkomin. 15.00  Setning.Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar.   15.05  Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2021. Ásgrímur Angantýsson...

Lesa

Málnefndaþing í Noregi 26. og 27. ágúst 2021

28-06-2021

Þing norrænu málnefndanna verður haldið 26. og 27. ágúst 2021 og fer fram í fjarfundarformi. Þemað í ár er máltækni. Nánari upplýsingar um málnefndaþingið og skráningu á það eru á...

Lesa

Málræktarþing 2020

21-09-2020

Málræktarþing 2020

Viðhorf til íslensku Málræktarþing Íslenskrar málnefndar verður haldið laugardaginn 26. september í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og verða viðhorf til íslensku í brennidepli. Verið öll velkomin!  adidas heliopolis hotel in dubai , adidas...

Lesa

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019

01-10-2019

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019 Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu. Á málræktarþingi sem haldið var...

Lesa