ÁLYKTUN UM STÖÐU TUNGUNNAR – FRÉTTATILKYNNING

,,Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma en staða tungunnar er sterk og sköpunarmáttur hennar mikill. Íslenska hefur því alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi og að því ættum við öll að stefna." Svo segir í ályktun um stöðu íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd mun senda frá sér í fyrsta sinn 10. nóvember. Í ályktuninni er lögð áhersla á að lagaleg staða íslenskunnar verði tryggð. Einnig er rætt um stöðu málsins almennt, framtíðarhorfur þess og loks settar fram hugmyndir Málnefndarinnar um hvernig bregðast skuli við til þess að treysta stöðu íslenskrar tungu í íslensku samfélagi.

Ályktunin er gerð samkvæmt 9. gr laga nr. 40 frá 12. júní 2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeirri grein er eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.

Laugardaginn 10. nóvember stendur Málnefndin einnig fyrir málþinginu ,,Málstefna í mótun" í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar verður gerð grein fyrir vinnu við gerð íslenskrar málstefnu sem hófst snemma á þessu ári.

Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2007 (PDF-skjal, 91 kb)

Nánari upplýsingar veita:
- Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 525-4432 (vinna), 8610548.
- Þórarinn Eldjárn, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 899-3336.

Sport mediaNike Air Zoom Pegasus
Fréttir
Prev Next

Málnefndaþing í Noregi 26. og 27. ágúst 2021

28-06-2021

Þing norrænu málnefndanna verður haldið 26. og 27. ágúst 2021 og fer fram í fjarfundarformi. Þemað í ár er máltækni. Nánari upplýsingar um málnefndaþingið og skráningu á það eru á...

Lesa

Málræktarþing 2020

21-09-2020

Málræktarþing 2020

Viðhorf til íslensku Málræktarþing Íslenskrar málnefndar verður haldið laugardaginn 26. september í fyrirlestrarsal Safnahússins við Hverfisgötu og verða viðhorf til íslensku í brennidepli. Verið öll velkomin!  

Lesa

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019

01-10-2019

Viðurkenningar Íslenskrar málefndar 2019 Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu. Á málræktarþingi sem haldið var...

Lesa

Málræktarþing 2019

17-09-2019

  MÁLRÆKTARÞING    Málræktarþing Íslenskrar málnefndar 26. september 2019 kl. 15.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.     DAGSKRÁ   Kl. 15-15.10  Lilja Alfreðsdóttir: Íslenska á byltingartíma Kl. 15.10-15.30 Lars Trap-Jensen: Ordbøger og sprogresurser som public service – udfordringer, muligheder...

Lesa

Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar

19-11-2018

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem haldið var 15. nóvember 2018, og bar yfirskriftina Íslenska á ferðaöld, voru veittar viðurkenningar til Ingibjargar Hafstað fyrir frumkvöðlastarf í kennslu íslensku sem annars máls, til Anh...

Lesa

Málræktarþing 2018

12-11-2018

  Íslenska á ferðaöld Málræktarþing Íslenskrar málnefndar15. nóvember 2018 kl. 15.30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands DAGSKRÁ 15.30 Setning 15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2018 15.40 Ávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og...

Lesa

Setning íslenskra ritreglna

13-08-2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur gefið úr íslenskar ritreglur sem gilda um staf­setningar­kennslu í skólum og útgefið efni á vegum hins opinbera. Þessar reglur eru seinni hluti endurskoðunar Íslenskrar málnefndar á íslenskum...

Lesa

Tímaritið Málfregnir gefið út í formi vefrits

13-08-2018

Stjórn Íslenskrar málnefndar hefur ákveðið að gefa aftur út tímaritið Málfregnir og verður það í formi vefrits og birt hér á heimasíðu Málnefndarinnar. Fyrsta hefti með nýju sniði er 16...

Lesa

Málnefndaþing í Þórshöfn - Sproget i de sociale medier

09-08-2018

Árlegt þing norrænu málnefndanna verður haldið 30.-31. ágúst í Þórshöfn í Færeyjum. Þemað í ár er Sproget i de sociale medier.  Ráðstefnan er öllum opin og skráningarfrekstur er til 20. júlí...

Lesa