Málfregnir

Tímaritið Málfregnir, rit Íslenskrar málnefndar, kom út á árunum 1987 til 2005, oftast tvö hefti á ári, og var í umsjá Íslenskrar málstöðvar. Þegar Málstöðin var lögð niður við sameiningu stofnana í íslenskum fræðum var ákveðið að hætta útgáfu tímaritsins. Nú hefur stjórn Íslenskrar málnefndar ákveðið að taka þráðinn upp að nýju og gefa tímaritið út í formi vefrits á heimasíðu Íslenskrar málnefndar (íslenskan.is). Fyrsta heftið með nýju sniði er 16. árgangur Málfregna. Ritið var áður gefið út í stærðinni A5 en ákveðið var að breyta brotinu og hafa það nú í A4 þannig að áhugasamir um einstakar greinar eigi auðveldara með að prenta út eintök. Frá upphafi var meginefni ritsins erindi sem flutt voru á árlegum málræktarþingum Íslenskrar málnefndar ásamt stökum greinum og efni til fróðleiks. Efnisyfirlit má nálgast á arnastofnun.is: http://www.arnastofnun.is/page/a_publ_malfregnir 

 

Málfregnir 25, 1. tbl. 2018

Frá Íslenskri málnefnd

  • Málfregnir eftir langt hlé
  • Ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017

Málþing í Ármúlaskóla 7. febrúar 2018

  • Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri: Ávarp
  • Egill Örn Jóhannsson frá Félagi bókaútgefenda: Er einhver glóra í útgáfu barna- og unglingabóka?
  • Sigrún Birna Björnsdóttir frá Samtökum móðurmálskennara: Þarf alltaf að lesa ljóð og bækur?
  • Brynhildur Þórarinsdóttir frá Barnabókasetri á Akureyri: Sex sögur: Vandræðaleg útgáfa handa ungmennum
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur: Leiðin að hjarta unglingsins – Kort og áttaviti óskast
  • Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi í MH: Hvað ertu að lesa?
  • Hringborðsumræður