ÁLYKTUN UM STÖÐU TUNGUNNAR – FRÉTTATILKYNNING

,,Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á skömmum tíma en staða tungunnar er sterk og sköpunarmáttur hennar mikill. Íslenska hefur því alla burði til að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélagi á Íslandi og að því ættum við öll að stefna." Svo segir í ályktun um stöðu íslenskrar tungu sem Íslensk málnefnd mun senda frá sér í fyrsta sinn 10. nóvember. Í ályktuninni er lögð áhersla á að lagaleg staða íslenskunnar verði tryggð. Einnig er rætt um stöðu málsins almennt, framtíðarhorfur þess og loks settar fram hugmyndir Málnefndarinnar um hvernig bregðast skuli við til þess að treysta stöðu íslenskrar tungu í íslensku samfélagi.

Ályktunin er gerð samkvæmt 9. gr laga nr. 40 frá 12. júní 2006 um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeirri grein er eitt af verkefnum Íslenskrar málnefndar að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu.

Laugardaginn 10. nóvember stendur Málnefndin einnig fyrir málþinginu ,,Málstefna í mótun" í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar verður gerð grein fyrir vinnu við gerð íslenskrar málstefnu sem hófst snemma á þessu ári.

Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2007 (PDF-skjal, 91 kb)

Nánari upplýsingar veita:
- Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 525-4432 (vinna), 8610548.
- Þórarinn Eldjárn, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Tölvupóstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Sími: 899-3336.

Fréttir
Prev Next

Málræktarþing 15. nóvember 2017 kl. 15.30

09-11-2017

Málræktarþing 15. nóvember 2017 kl. 15.30

Ritun í skólakerfinu Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS15. nóvember 2017, kl. 15.30–17í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns   15.30 Setning 15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017 15.40 Svanhildur Kr. Sverrisdóttir: Tólf ára, að verða þrettán 15.50...

Lesa

Málræktarþing 15. nóvember kl. 15.30

07-11-2016

Málræktarþing 15. nóvember kl. 15.30

Tungan og netið Málræktarþing Íslenskrar málnefndar15. nóvember 2016, kl. 15.30–17í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns   15.30 Setning og ávarp forseta Íslands  15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2016 15.40 Ari Páll Kristinsson: Málið...

Lesa

Nýjar ritreglur gefnar út

08-09-2016

Nýjar ritreglur Á vegum Íslenskrar málnefndar störfuðu vinnuhópar árin 2009–2015 að endurskoðun íslenskra ritreglna. Íslensk málnefnd skilaði drögum að nýjum ritreglum til mennta- og menningarmálaráðuneytis 5. apríl 2016. Ráðuneytið gaf út...

Lesa

Málnefndaþing í Vasa – Ett flerspråkigt samhälle

15-06-2016

Árlegt þing norrænu málnefndanna verður haldið 1.–2. september í Vasa í Finnlandi. Þemað í ár er fjölmála samfélög (Ett flerspråkigt samhälle). Ráðstefnan er opin öllum. Skráningarfrestur er til 24. júní...

Lesa

Málþing ÍM og Radda 12. maí 2016

10-05-2016

Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu 12. maí kl. 14.00-16.00. Þingið nefnist: Sæktu þér að...

Lesa

Ályktun 2015: Að alast upp á íslensku

08-12-2015

Ályktun Íslenskrar málnefndar 2015 ber heitið Að alast upp á íslensku. Lesa má hana hér http://islenskan.is/images/Alyktanir-pdf/alyktun-IM-2015.pdf

Lesa

Sprogforståelse og kommunikationsstrategier i Norden – norrænt málnefndaþing

16-06-2015

Árlegt þing norrænu málnefndanna verður haldið 20.–21. ágúst í Hróarskeldu í Danmörku. Þemað í ár er norrænn málskilningur. Ráðstefnan er opin öllum. Skráningarfrestur er til 1. júlí. Nánari upplýsingar eru...

Lesa

Málskýrðarráðstefna í Noregi í maí 2015

10-04-2015

Málskýrðarráðstefna í Noregi í maí 2015

Haldin verður ráðstefna um skýrt mál í stjórnsýslu í Osló 28.–29. maí 2015 sem nefnist Fra myndig maktspråk til klar kommunikasjon. Skráningarfrestur er til 1. maí. Hér má lesa nánari upplýsingar um...

Lesa

Málræktarþing 2014

07-11-2014

Mál og mannréttindi –málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS og hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis í tilefni af degi íslenskrar tungu Iðnó, laugardaginn 15. nóvember 2014 Dagskrákl. 13.00–16.00 50 ára afmælismálþing Íslenskrar málnefndar Ávarp: Guðrún Kvaran...

Lesa